Nokia 200 - Endurvinnsla

background image

Endurvinnsla

Að loknum endingartíma símans má endurnýta allan efnivið hans sem efni og orku.

Til að tryggja að rétt sé staðið að losun og endurvinnslu tekur Nokia, ásamt

samstarfsaðilum sínum, þátt í áætlun sem nefnist We:recycle. Til að fá upplýsingar

34

Umhverfisvernd

background image

um endurvinnslu á gömlum Nokia-vörum og hvar finna má losunarstaði skal fara á

www.nokia.com/werecycle eða hringja í þjónustuver Nokia Care.

Endurvinna skal pakkningar og notandahandbækur á næstu endurvinnslustöð.

Merkið sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu og er á vörunni, rafhlöðunni, bæklingnum eða

umbúðunum táknar að fara verður með allan rafbúnað og rafeindabúnað, rafhlöður

og rafgeyma á sérstaka staði til förgunar að líftíma vörunnar liðnum. Þessi krafa á við

innan Evrópusambandsins. Hendið þessum vörum ekki með heimilisúrgangi. Frekari

upplýsingar um umhverfiseiginleika símans er að finna á www.nokia.com/ecoprofile.