Tveggja SIM-korta síminn
Þú getur komið tveim SIM-kortum fyrir.
Nokkrir kostir tveggja SIM-korta síma
•
Hægt er að spara þegar notuð er þjónusta frá ýmsum þjónustuveitum.
•
Hægt er að nota eitt símanúmer fyrir persónuleg símtöl og annað fyrir vinnutengd
símtöl í sama símanum.
•
Þá skipta ekki mismunandi tengingar þjónustuaðila við símkerfi máli.
Bæði SIM-kortin eru aðgengileg samtímis þegar tækið er ekki í notkun. Þegar annað
SIM-kortið er hins vegar í notkun, t.d. þegar hringt er, er ekki hægt að nota hitt kortið.
Ef þú notar aðeins eitt SIM-kort skaltu setja það í SIM1-kortahölduna. Aðeins kann að
vera hægt að nota suma valkosti og þjónustu þegar SIM-kortið er í SIM1-
kortahöldunni. Ef SIM-kort er aðeins í SIM2-kortahöldunni er aðeins hægt að hringja
neyðarsímtöl.
Ekki er hægt að hafa GPRS-tengingu virka í bakgrunninum. Ef forrit notar GPRS-
tengingu, og þú ferð aftur á heimaskjáinn eða skiptir yfir í annað forrit, valmynd eða
skjá, þá rofnar tengingin sjálfkrafa.