Nokia 200 - Lykilorð

background image

Lykilorð
Öryggisnúmerið gerir þér kleift að verja símann gegn óheimilli notkun. Þú getur búið

til og breytt númerinu og stillt símann á að biðja um númerið. Haltu númerinu leyndu

og á öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir númerinu og síminn er læstur þarftu

að leita til þjónustuaðila. Þú gætir þurft að greiða viðbótargjald og persónulegum

upplýsingum í símanum kann að verða eytt. Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care

þjónustuveri eða seljanda símans.

PIN-númerið, sem fylgir SIM-kortinu, ver kortið fyrir óleyfilegri notkun. PIN2-númerið,

sem fylgir sumum SIM-kortum, er nauðsynlegt til að komast í tiltekna þjónustu. Ef þú

slærð inn rangt PIN- eða PIN2-númer þrisvar sinnum í röð þarftu að slá inn PUK- eða

PUK2-númerið. Ef þau fylgja ekki SIM-kortinu skaltu hafa samband við

þjónustuveituna.

PIN-númer öryggiseiningar er nauðsynlegt til að fá aðgang að upplýsingum í

öryggiseiningunni. PIN-númer undirskriftar kann að vera nauðsynlegt þegar stafræn

undirskrift er notuð. Slá þarf inn lykilorð útilokunar þegar útilokunarþjónustan er

notuð.

Hægt er að velja hvernig síminn notar aðgangsnúmer og öryggisstillingar í

Valmynd

>

Stillingar

>

Öryggi

.